16.1.2008 | 10:58
Afmæli í gær!
Eldra "litla" barnið mitt varð hálffullorðið í gær! Fjórtán vetra gamall! Að hans ósk var lítið gert, vildi bara vera í rólegheitum en fórum út að borða um kvöldið. Fórum á Bones sem að er svona ekta amerísk spareribs. Hann átti nú erfitt með að ákveða það eða kínamat. hehe.
Er búin að senda fyrirspurn á prestinn, bíðum bara svars núna, hvort að hann fái að vera með um páskana? (ferming).
Hér er þokkalega hlýtt, ekkert frost, kannski 6 stiga hiti. En hér hefur mikið rignt! Rosalega hlakka ég til sumarsins.
hilsen,
Athugasemdir
Til hamingju med strakinn Kristin
egill egilsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 11:22
Til hamingju með strákinn. Ætlar hann að reyna að fermast í Hafnarfirði um páskana?
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 16.1.2008 kl. 11:50
Já, erum að stefna að fermingu í Víðistaðakirkju um páskana!
Kristín Jakobsdóttir Richter, 16.1.2008 kl. 12:30
Hæ hæ skvís til lukku með drenginn.
Kv
Ottó Einarsson, 18.1.2008 kl. 19:04
Takk allir!
Gott að sjá þig aftur Ottó, get ekki commentað hjá þér svo að ég vona að þú sjáir þetta hér!
Kristín Jakobsdóttir Richter, 21.1.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.