19.11.2007 | 19:32
Hrakfallabálkar!
Við erum ekkert svo ólíkar mæðgurnar! Báðar hrakfallabálkar! Flækjufótar! Hún datt núna........einmitt af hjólinu. Datt meira að segja á andlitið en braut ekkert! Er reyndar svolítið bólgin og hún fór til tannsa í dag í skólanum. Hann sagði að þær hefðu losnað pínu en bara að fylgjast með og ekki að bíta í hart.
Erum svo að fara til Köben á miðvikud. Gistum hjá vinkonu Auðar og ætla að skella mér á leikinn! Jíha! Hlakka til! Það var "international" dagur í skólanum á föstudaginn og það var bara þrælskemmtilegt! Þar voru nemar sem að buðu upp á mat frá sínu landi. Við buðum upp á lambalæri í sveppasósu, flatkökur með hangikjeti og hangið kjet. Harðfisk, hákarl og brennivín. Rosa gaman og kom mér á óvart hvað mörgum þótti hákarlinn góður! En rosa gaman að þessu.
Látum þetta duga í bili!
Hilsen,
Athugasemdir
Þið hafið kynnt ekta íslenskan mat fyrir samnemendum. Við erum búinn að vera a fjalla um mat í einum áfanga hjá okkur og það sem öllum datt í hug þegar verið er að kynna landið er hákarl og brennivín. Spurning hvort það sé rétt lýsing á landi
Þórður Ingi Bjarnason, 19.11.2007 kl. 19:37
Já, mér finnst allt í lagi að láta það fylgja en við höfum svo margt annað! Eins og lambakjötið, hangikjötið og sjávarrétti! Svo er náttúrulega skyrið að "meika það" og svo er spurning með ostakökurnar og fl.
Kristín Jakobsdóttir Richter, 19.11.2007 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.