4 ferðir til Þýskalands á 5 dögum!

Nú er búið að vera nóg að gera! Smile Erum búin að vera bara á rúntinum á milli Dk og Þýskal. Höfum mest verið í Flensburg og þar í kring en skruppum einnig alla leið til Hamburgar.  Vá hvað hún kom mér á óvart.  Rosalega stór, falleg borg, iðandi af mannlífi.  Maður gæti gleymt sér þar í margar, margar vikur og samt átt fullt eftir að skoða! Flensburg, sem að er "vinabær" Hafnarfjarðar var líka mjög heillandi. Happy Gleymdum okkur aðeins í H&M LoL nei, nei, ekkert alvarlega! Halo bara keyptum smá sem að vantaði.  Aðeins betra verðið þar en hér finnst mér en munar ekki miklu.  En í Flensburg fórum við í þá stærstu verslun sem að ég hef nokkurn tíman séð! úff.  CITTI,  sem að er eins og risastór vöruskemma með allt sem að þig gæti mögulega vantað e-n tíman á ævinni.  Danir fara víst mikið þangað til að versla gos, sælgæti og áfengi.  Ég var nú ekkert að missa mig í þessu, keypti ekki mikið, en samt aðeins fyllt á barinn og jólanammið tilbúið. Tounge  Allt orðið klárt hér, búin að losa mig við bastdruslustólana.  Það var ein að fara heim aftur og vildi ekki taka með sér stólana sína svo að ég fékk þá, gegn góðu verði.  Leður (líki), hátt bak og bara rosa fínir stólar.  Nú er Hilmar búin að vera hér í tæpar 2 vikur og fer á mánudaginn svo að nú er það bara.............hver vill koma næst? LOLLoL Bara láta mig vita! Wink 

Hilsen,


Saltkjöt og...............?

..........baunir?  hmmmm?  Líður eins og á sprengidaginn núna.  Er að springa.  Rosalega getur maður étið þegar maður fer á "All you can eat buffet"...Blush  Dísús.  Ekkert smá gaman.  Wink  Fun world er snilldar staður.  Keila, pool, minigolf, veitingastaður, og meira að segja hægt að skella sér í ljós! heheh, sleppti því nú reyndar í þetta skiptið!  Held að maður sofni saddur og glaður í kvöld. En nú er gamanið búið og alvaran tekur við strax í fyrramálið.  Verð að hella mér alvarlega í tölvu-kaup og -vinnu á morgun.  Búin að vera heldur löt núna að kíkja í bækur og æfa mig í tölvunni.Cool Maður sér náttúrulega fjandann ekkert á þennan skjá! Angry  

hej, hej......... 


Hugmyndaleysi á laugardegi.

Hef nú stórar áhyggjur af hugmyndaleysi.  Woundering  Er bara tóm.  Krakkarnir eru að verða vitlausir á mér. Er alltaf að hlusta á sama lagið! Blush Nik & Jay, Sidste Kys!  Fæ bara ekki leið á því.  Annars er það Still með Foo Fighters í Ipodnum.  Verkefnið gekk vel í seinustu viku.  Vefsíðan var ekkert smá flott! Og bara allt sem að við gerðum. Grin  Í kvöld á að vera "Pubcrawl" en ég efast um að ég fari Frown Væri nú alveg til í að kíkja samt aðeins.  Á morgun ætla Íslendingar að rotta sig saman í "Funworld", fara í keilu og hafa skemmtilegt, "All you can eat buffet". Er búin að vera svo dugleg að þvo að ég held að ég sé ekki með fingrarför ennþá! GetLost Samt er ég nú dugleg að nota gúmmíhanskana!

Þar til næst,


Nóg að gera!

Nú er verkefnavinna í skólanum.  Erum 6 í hóp og eigum að skrifa skýrslu, gera vefsíðu og bækling.  Höfum 4 daga til að ljúka því, sem að er frekar naumur tími. En við "mössum" það. Nokkuð góður hópur.  Ég og Matthieu sjáum um skýrsluna og Leo fær að fylgja með (hann talar svo lélega ensku greyið að hann getur ekkert tjáð sig að ráði).Errm En hann vill og reynir hann má eiga það! Wink Svo sjá Joker og Lam um vefsíðuna og komu þeir verulega á óvart með kunnáttu, er bara yfir mig "impressed". Fegin að hafa lent með þeim í hóp. 

 Thelma mín var smá lasin í gær, bara smá flensa! Frown En bara kvef núna. Vonum að það sé bara búið! Alexander var slappur í seinustu viku en náði ekki að verða lasinn.  Hann ætlar að fara að æfa klifur, förum að tékka á því á fimmtud. 

Annars er bara ljúft í Danmörku núna, ennþá síðsumarsveður, stundum smá kalt á morgnana en ekkert eins og heima! múhahahah!Cool

Takk Kristín fyrir kveðjuna, verður að koma e-maili til mín svo að við getum verið í bandi Wink Miss U2! og Hrefna mín! LUV YA!

Hilsen.  


Ég elska föstudaga!

Mér finnst föstudagar æðislegir.  Þá er ég búin í skólanum kl. 11.30, get farið heim og byrjað helgina. Grin 

Mér finnst ekki eins æðislegt að eiga ekki þvottavél! Frown Hélt að það væru klinkþvottahús á hverju horni í Danörku! Nei, ekki hér, nýbúið að loka seinasta. Þvottavélar eru svo hrikalega dýrar hér að ég nota vaskinn ennþá! En leigusalinn lofaði að það væri verið að koma þvottavélum í öll hús sem að þeir eru með í leigu. Vona bara að það standist og að þeir endi ekki hér! En þetta var nú einu sinni gert í höndunum alltaf! Er nú búin að vera hér síðan 9.ágúst og fíla mig í botn.  Krökkunum finnst líka gott að vera hér! Þorði aldrei að vona að það myndi ganga svona vel! Wink

Ég ákvað að taka ekki bílinn með mér hingað............veit ekki hvort að það voru mistök eða ekki?  Við Alexander keyptum okkur hjól nánast strax. En klaufinn ég, mér tókst að hjóla á kant og flaug í orðsins fyllstu af hjólinu, fékk gat á hausinn, gerði e-n fj. við öxlina og rifbeinsbrotnaði. Blush Var frekar fyndið eftir á, eins aulalegt og hægt var að hafa það! hehe. Þannig að hjólið mitt er búið að vera ósnert niðri í hjólageymslu í 3 vikur. Gengur vonandi betur næst, hvenær svosum það verður?

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband