7.12.2007 | 11:41
Snilld!
Ég er snillingur! Tókst að koma mér í annan af bestu hópunum í næsta verkefni! Ég og Matthieu, sem að ég hef unnið áður vorum búin að plotta okkur saman fyrir löngu, svo bættist Egill við og nú í dag bara 10 mín áður en að við áttum að skila inn listanum náðum við Lam, sem að er Flash-snilli! Þannig að ég ætti að vera í góðum málum þar! En ekki það að ég sé svona léleg eða ætli að láta aðra halda mér uppi, þá er þetta hópavinna og það skiptir svo miklu máli að ná góðum hóp! Skil ekki að Lam hafi verið á lausu?
Svo fór ég upp í Kommúnu áðan því að ég er ekki að fá xtra-börnepenge sem að ég á rétt á! Var búin að fara 2x áður og tala við þá en þeir hafa bara ekki týmt að láta mig hafa meira! En í dag lenti ég á frábærri kellu! Ég ætlaði að fá Ingvar til að koma með mér til að halda í höndina á mér á meðan.............hann er svo sleipur í dönskunni en ég hitti hann ekkert í dag svo að ég lét bara vaða ein! Fór þarna inn og í röð, og þegar röðin kemur að mér.........
-Ég: "Hej, snakker du engelsk?"
-Hún:"Nej!
-Ég:"Er der nogen her der snakker engelsk?"
-Hún:"Nej, men jeg hörer du kan snakke dansk!"
Ég roðna og segi bara smá, hún segir við skulum bara láta reyna á það! OK, ég undirbý mig undir vonbrigði og byrja að reyna! En þetta gekk bara svona ljómandi vel og ég fæ bæði xtra-börnepenge og hærra meðlag því að það er hærra á Íslandi en hér! En ég fæ ekki aftur í tímann. þannig að mistökin frá í byrjun verða ekki leiðrétt. En í janúar kemur þetta inn. Veit ekki með meðlagið, hvort að ég fái e-ð fyrr? En ég er allavega sátt. Mér finnst þetta nefninlega svo erfitt, líður eins og ég sé að sníkja! En allavega................ég fæ bæði meiri penge, er í snilldarhóp og .........hehe, get reddað mér vel á dönskunni! How cool is that?
Annars eru allir orðnir frískir og allt gott héðan!
Hilsen,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.12.2007 | 19:25
Veikindi.
Thelma er búin að vera lasin er orðin fín svo að hún fer í skólann á morgun! Hún vaknaði aðfararnótt sunnud. kvartaði um í maganum og fór að kasta upp stuttu seinna. Svo var hún komin með hita á mánudaginn og ennþá gubbandi.
Ég fór í skólann til Alexanders í dag og hann er að fara að færast um bekk. Hann hefur ekkert lengur að gera í þessum því að eins og hún orðaði það sjálf þá er hann allt of klár. Talaði um hann í miklu víðara samhengi en bara dönskunni. Sagði að hann væri almennt bara rosalega vel að sér í öllu. Það væri meira að segja hægt að ræða pólitík við hann. Hann er nú ekkert venjulegur!
Annars er litið að frétta, erum að fara að byrja á 3. verkefninu, sem að er það stærsta held ég, eigum ekki að skila fyrr en 21. jan. en verður rosalega mikil vinna. Ég keypti mér prentara til að auðvelda mér lífið. Tilboð í Netto á 270kr. hehe. En fínn prentari, Canon. prentar líka lit.
Sorry about the most boring færslu, vantar bara inn hvernig veðrið er! (Fínt bara, ekkert of kalt og þurrt)!
Reyni að hafa það ennþá leiðinlegra næst! hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2007 | 16:39
Í góðum málum!
Vorum í viðtali ég og Thelma hjá skólunum okkar, og við erum bara í mjög góðum málum! Thelma fær samt ekki að fara í danskan skóla alveg strax en það verður endurskoðað fljótlega eftir áramót! Það virðast vera komnar strangari reglur með það! Hún þarf að taka próf reglulega og ná vissum orðaforða. Miðað við 24 orð sem að hún þarf að vera með í hvert skipti. Hún er komin upp í rúm 20. Þær voru mjög ánægðar með hana og hún þurfti þetta pepp. Hún er miklu kátari og þetta var til að vekja upp áhugann aftur.
Minn skóli................ég fór og talaði við Mikael sem að er deildarstjórinn og hann sagði að ég væri í góðum málum! Gæti örugglega gert betur sem að er alveg rétt hjá honum. En ég var ekkert skömmuð, hehe, það voru svo margir teknir á teppið.
Julefrokost var í gær í skólanum, skrýtið að þetta heitir frokost þar sem að þetta er að kvöldi. En það var gaman og aftur hittum við Mikael og vorum að spjalla um bekkinn og hvernig gengi. Hann sagðist vita um allavega 4 sem að myndu ekki ná og ég einmitt spurði hann hvort að ég væri ein af þeim og hann bara hló og hélt nú ekki! Þannig að nú spýtir maður bara í lófana og sýnir að hann hafði ekki rangt fyrir sér! hehe.
Í dag fórum við svo á jólaball hjá Íslendingafélaginu hér! Salur var leigður og allir komu með köku til að setja á borðið og svo var bara kaffi, dansað í kringum jólatréð og svo kom alíslenskur jólasveinn og skemmti börnunum og þau fengu svo íslenskt nammi. Reyndar var hann með svo mikið að við fullorðna fólkið fengum líka! Þetta var voða ljúft og skemmtileg
t. Nú held ég að það verði bara afslöppun og notalegheit í kvöld og á morgun, ætla að reyna að vinna smá skemmtileg verkefni í Flash og Indesign.
En jú við Thelma fórum í bæinn í gær og fundum þessi rosaflottu jólaföt á hana. Sú er skvís núna! Ætla að reyna að taka myndir og setja inn!
Hilsen pilsen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 20:14
Prinsessan á bauninni!
Var að skoða bloggið mitt og eina vinkonan er hætt! Bara strákavinir! Reyndar hef ég nú yfirleitt átt fleiri strákavini en stelpu? ? ? Hmm?
En bara það besta að frétta héðan. Var með "dinner" á lau. og auðvitað bara strákar í mat þar sem að Auður var í Köben. En rosalega vel heppnað! Leið eins og ég væri prinsessan á bauninni. Geggjaður matur og góður félagsskapur. Ingvar stoppaði nú ekki lengi en tók nú samt aðeins lagið! Takk elskan! Svo var fjör bara langt fram undir morgun. Skruppum aðeins út og fórum á barinn sem að er næst mér sem að er Fy&Bi, homma og lesbíustaður! Skemmtum okkur konunglega þar! Held að maður fari nú samt ekkert að koma út úr skápnum!
kv. strákastelpan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2007 | 22:27
Vá, þvílíka böstið!
Úffff! Var að koma frá Köben, þvílíkt! En roooosalega gaman! Stemming á leiknum og svaka fjör og svo náttúrulega aðeins kíkt út á lífið á eftir! hehehe! Krökkunum fannst spennandi að koma til Köben og sáu Tívolí sem að við verðum að kíkja á næsta sumar! Sá "nýtt" tæki sem að ég á eftir að prófa! Haldiði að það verði fjör? Svo var líka voða spennandi og gaman að taka lestina á milli! Rosa þægilegt!
smilsen, nei, meina Hilsen!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 20:03
Ísl. - Dk.
Jæja, búin að fá miða á leikinn! Erum boðin í partý fyrir leikinn. Fer með Auði á morgun eftir skóla svo að við ættum að vera komnar milli fimm og sex. Krakkarnir voða spenntir, en eru líka voða spennt að fara með lestinni til baka. Það er nú upplifun! hehe. Komum aftur seinni partinn á fimmtud.
Vorum annars að ljúka verkefni í skólanum sem að gekk fáránlega illa en minn hlutur og Egils kom samt vel út! Fórum á fund með kennurum í morgun þar sem að við létum aðeins heyra í okkur, þeir sem að voru eftir var skipt í tvo hópa og fáum við ca 2 vikur til að skila. En Mikael......sem að öllu ræður, hehe, leist vel á þetta sem að mín gerði (sagði að ég hefði "good potentials") og hvernig hún náði að svara fyrir sig líka! Svo í strætó á leiðinni heim var ég að tala við Matthieu sem að er Fransk-Belgískur-Dani, hehe, og hann vill vera með mér í hóp næst þegar við gerum verkefni. Þá fáum við að rotta okkur sjálf saman í hópa og hann sagði þetta að fyrra bragði svo að e-ð hlýt ég að getað boðið upp á í vinnunni! Vann með honum seinast og þá gekk það líka rooosalega vel!
Hilsen, smilsen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 19:32
Hrakfallabálkar!
Við erum ekkert svo ólíkar mæðgurnar! Báðar hrakfallabálkar! Flækjufótar! Hún datt núna........einmitt af hjólinu. Datt meira að segja á andlitið en braut ekkert! Er reyndar svolítið bólgin og hún fór til tannsa í dag í skólanum. Hann sagði að þær hefðu losnað pínu en bara að fylgjast með og ekki að bíta í hart.
Erum svo að fara til Köben á miðvikud. Gistum hjá vinkonu Auðar og ætla að skella mér á leikinn! Jíha! Hlakka til! Það var "international" dagur í skólanum á föstudaginn og það var bara þrælskemmtilegt! Þar voru nemar sem að buðu upp á mat frá sínu landi. Við buðum upp á lambalæri í sveppasósu, flatkökur með hangikjeti og hangið kjet. Harðfisk, hákarl og brennivín. Rosa gaman og kom mér á óvart hvað mörgum þótti hákarlinn góður! En rosa gaman að þessu.
Látum þetta duga í bili!
Hilsen,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2007 | 15:54
Lagst undir hnífinn!
Jæja, fullt að frétta nú!
Sest á hjólið aftur! hehe En bara stutt, hef farið til læknis. Fór til heimilislækns í gær.......(koster ingen ting) og hann vísaði mér til háls-nef og eyrnasérfræðings! hmmmm? Mín ekki alveg að skilja hvað hann átti að gera þar sem að ég var með stíflaðan fitukyrtil utan á kjálkanum, undir eyranu. En var stillt og prúð og fór og hitti hann. Þá í versta falli myndi hann senda mig annað! En viti menn? Fór áðan og hann bara tók þetta á staðnum! Þurfti að vísu að bíða meðan hann kláraði sjúklingana sem að voru eftir yfir daginn en þeir voru ekki nema þrír þannig að ég þurfti voða stutt að bíða. Fékk líka að sjá þetta eftir á og þetta var ekkert smá stórt. Hann bara deyfði og skar í burtu og saumaði fyrir og þetta voru 3 spor. Slatti mikið fannst mér! En ekkert smá fegin að vera laus við þennan fjanda. Svo á útleið spurði ég hvort að ég ætti ekki að borga e-ð ? "Nei, þú ert með kort!" Er það svona gott heima að þurfa ekki að borga hjá sérfræðingi? Nei, ég er búin að láta taka einn fitukyrtil heima og það kostaði mig 25.000 + Dágóður munur!
En það er aftur verkefnavika hjá okkur og ég held að ég sé einmitt í slakasta hópnum! En er með Agli í hóp svo að við getum gert slatta saman.
En ansi er orðið kalt hér!
Hilsen,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 12:45
Löður!
Naut þess virkilega í gær að horfa á "Löður"! Hehehehe! Sat fyrir framan nýju flottu þvottavélina mína og horfði á hana vinna. Rosalega á ég eftir að spara tíma með henni! Er annars bara á fullu í skólanum, mikið að gera en flest mjög skemmtilegt. Við komum ekki heim um jolin en ætlum að reyna að kíkja um páskana!
Nú er virkilega farið að hausta. Lauf út um allt. Í skólanum fýkur þetta svo inn að maður er að vaða lauf upp að hnjám, hehe, til að komast inn. Beið eftir strætó í gær og það var hálfgert laufblaðaregn. Settist inn í strætó og það sátu tvær konur fyrir aftan mig. Þær töluðu e-ð arabamál svo að ég skildi ekki eitt orð en þær hlógu mikið. Svo pikkaði önnur í mig og rétti mér laufblað sem að hafði verið fast í hárinu. Er náttúrulega með svo krullað hár að það er ekki erfitt að festa sig í því.........sérstaklega ef þú ert laufblað.
Maður verður nú alltaf að tuða yfir e-u svo að nú ætla ég að tuða yfir tölvusímanum! Þetta %&/%$%$#"$%&/()" drasl hefur ekkert virkað í mánuð. Ætla að segja þessu upp og færa mig bara yfir á Skype. Er með hann og hann virkar. En bara yfir í aðra tölvu. Þarf að kaupa "credits" svo að ég geti hringt í heimasíma. Síminn hefur ekki getað hjálpað mér, er búin að senda fleiri en eitt mail á þá. Það þarf alltaf e-ð að vera að. Getur ekkert gengið bara snuðrulaust fyrir sig.
Ok, hætt að tuða...........í bili!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2007 | 16:40
Uppgjöf!
Ég játa mig sigraða! Ég játa hér með opinberlega að ég get ekki verið þvottavélarlaus svo að það er hægt að nota það gegn mér núna! Búin að lifa án þessa tækis í 3 mánuði núna svo að þetta er komið gott bara. Rosa tími sem að fer í þetta í vaskinum. úff!!! En ég fór í Punkt1 áðan og fjárfesti í svona snilligræju! Rosa hamingja hér. Fæ hana senda heim og tengda á fimmtudaginn svo að þetta eru ekki nema 2 dagar í viðbót! Jei. Það á örugglega eftir að ganga e-ð illa að tengja eða e-ð vesen. Og í þessum töluðu orðum sauð upp úr "þvottavélinni" hehe. Maður sýður handklæði í potti hér á bæ. En það þýðir að ég missi skápa í eldhúsinu. Missi allar skúffurnar. Og er nú ekki mikið pláss fyrir!
Hilsen,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)