Flottar auglýsingar!

 

Mér finnst margar auglýsingar hér góðar eins og heima, og oft mikið lagt í þær! Hér er auglýsing fyrir bankann minn.


Danskt?

Ekki hafði ég hugmynd að hún væri dönsk þessi skvísa! Blush Búin að hlusta á hana í marga mánuði en öll lögin á ensku. Heyrist e-ð í henni heima? Hún heitir Aura Dione og lagið heitir A Song for Sophie.


Vinsælast þessa vikuna.

Vinsælast þessa vikuna á Skalafm.  Held að henni dóttur minni finnist það nokkuð gott! Tounge Annars eru danir nokkuð duglegir í tónlistinni. Sys Bjerre með "Malene"


Skógarbjörn/Ísbjörn?

Hver er munurinn? Verður þetta jafn mikið fár og var vegna ísbjarnanna?
mbl.is Skógarbjörn með plastfötu á höfðinu felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plastveröld.

Öööööööhhhh! Hvaðan halda menn að kjötið í búðunum komi?
mbl.is Kvartað vegna mynda af lundaveiði á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Guðatölu!

Bauð í mat um helgina góðum vini mínum honum Sigga! Smile  Og endaði það með því að hann komst í guðatölu hjá mér.  Ekki bara fyrir góðan félagsskap heldur tók hann græjurnar mínar í sundur og hrukku þær í gang við þrjóskuna. Ekki nóg með það heldur á e-n "yfirnáttúrulegan hátt" hehe! LoL lagði hann hendurnar yfir vídeóið og hrökk það í gang med det samme! Tounge  þannig að ........ alltaf matur á borðum hér fyrir þig Siggi minn! InLove

Annars er Alexander á leiðinni heim á fimmtudaginn og þýðir það að ég verð hér aaaaaleeeiiiin í 3 heilar vikur! Errm.  Spáð er hitabylgju þannig að þið finnið mig sennilega bara á ströndinni. Cool 

Var að lesa bókina hennar Yrsu, "Þriðja Táknið" og fannst hún nokkuð góð, þó finnst mér Arnaldur betri. Bara mín skoðun. Smile

Hilsen úr sólinni sem að er að koma hér og 25stigahitiplús! Grin


Aðeins meira "update"

Hefði náttúrulega átt að láta það fylgja að Thelma er heima á Íslandi núna. Smile  Verð nú að viðurkenna að ég sakna hennar. Alexander fer líka og er ég búin að bóka fyrir hann 24. júlí. Þau verða svo að samferða til baka 13. ágúst.

Gleymdi náttúrulega videoinu meðal þessara hluta sem að hafa verið að bila hjá mér! Crying Það lést í páskafríinu.


Smá "update"!

Höfum það bara gott hér.

Var að snúa stofunni við og er ekki frá því að það hafi stækkað stofuna töluvert!Smile Veitti ekki af.  Vantar bara lengri loftnetssnúru svo að ég geti haft "stóra sjónvarpið" (hehe, er með pínulítið 14") í sjónvarpsskápnum.  Það er bara ágætt mál því að þá horfir maður bara minna á sjónvarpið og er bara meira í tölvunni í staðinn! Sem að ég á að gera!Wink Verð að vera dugleg að æfa mig. Tek herbergið okkar Thelmu næst, held að ég sé búin að finna út hvar ég eigi að hafa húsgögnin svo að plássið nýtist sem best.

Hér er sumarið búið að vera gott bara, reyndar rigning eins og er en erum búin að fá nokkuð marga daga þar sem að hitinn er um og yfir 30 gráður. Tounge Bara næs!

Er ekki alveg sátt við gengisfallið! Frown Setti öll plön á hvolf. Fékk bílinn og ætlaði nú að reyna að ferðast aðeins, fara til Þýskalands og jafnvel víðar en hef ekki efni á því núna. Sendi hann heim aftur í haust og beint á sölu! Veit samt að það er rosa erfitt að selja notaða bíla heima núna.

Svo hefur heppnin ekki beint elt mig uppi núna! Heheh, ekkert alvarlegt en frekar þreytandi.  Tölvan sem að ég keypti í október hefur 2x klikkað. Er náttúrulega í ábyrgð en tefur vinnu og þarf að eltast við forritin aftur, CS3 o.fl.  Svo lekur þvottavélin, en hún er líka í ábyrgð svo að ég þarf bara að fá gaurana til að koma og kíkja á hana. Þurfti að fara með bílinn á verkstæði mjög fljótlega eftir að hann kom. Svo núna virka græjurnar mínar ekki sem að ég fékk sendar með bílnum! Crying Úff. Þoli ekki svona tækjavandamál!

Ætla að reyna að fara að vera duglegri að setja hér inn nokkrar línur.

Hilsen,

 


Betra að hafa heimildir á hreinu!

"Upplýsingarfulltrúinn" minn brást! Hehe, (taki þeir til sín sem eiga). Danadrottning kom hér í heimsókn. Svaka athöfn, mér finnst nú ekki mikið spennandi að sjá kóngafólkið svo að ég gróf bara nefið ofan í bækurnar en börnin fóru bæði með sínum skóla.  Voða gaman að fara og veifa kellu! LoL En virkaði nú voða flott, komu keyrandi með fullt af fylgdarliði og í flottum hestvögnum.

Veðurblíðan heldur áfram! Tounge Með þessu áframhaldi verð ég brún! Grin Nokkrar ferðir á ströndina komnar, ferð í Ribe (sem að er í algjöru uppáhaldi hjá mér), smá skógarferðir o.fl. Erum bara að njóta okkar í tætlur.

Er annars að undirbúa mig undir próf á þriðjudaginn. Frown Skíthrædd við það! En ef að það verður fall fær maður möguleika á að taka það upp aftur! *krossa putta að þurfa þess ekki*

hilsen,


Kuldakast!

Eins og það var frábært veður í seinustu viku þá er búið að vera skítakuldi hér núna, brrrrr! Frown  Þeir segja 14-17°C en allt öðruvísi hiti en heima! En loksins í dag varð hlýtt aftur! Smile  22,6°C á mælinum núna. Mmmmmmmm! Love it. Spáð svona góðu e-ð yfir helgi skilst mér.  Gróðurinn er svo fallegur núna, eins og á póstkorti bara! Tounge Ætla að reyna að fara að taka myndir og skella inn. Wink

Er á fullu í verkefninu núna. Skilum á miðvikudaginn næsta. Kvíði að hafa ekki nægan tíma til að gera "frábært" verkefni en hlakka jafnframt rosalega til að losna við þetta.

Thelma er loksins komin í danskan bekk og ég get ekki betur séð en að henni líki rosa vel! Joyful  Strax boðið í afmæli á morgun og allir búnir að taka rosa vel á móti henni og það virðist ekki vera neinn klíkuskapur eins og oft vill vera heima. Bara spennandi að fá nýja stelpu í bekkinn og spyrja voða mikið. Skildist á Alexander í gær að hann byrji 2. júní.........tekur því þá varla. Og verður það sami skóli.

Hilsen,                                                                                                                                         


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband