10.8.2008 | 19:22
Sitt af hverju tagi.......
Hér er allt að gerast. Esbjergfestival byrjaði á föstudaginn. Það þýðir tónleikar og skemmtun út um allan bæ í heila viku. Fór í mat til Auðar í gær og gátum við hlustað á þá hjá henni. Búum báðar í miðbænum. Og það voru sko ekki lög af verri endanum, bara allt sem að er vinsælast í dag, danskt að sjálfsögðu. Voða gaman að fólk sé að týnast tilbaka.
Börnin mín koma á miðvikudaginn og vaaááááá hvað ég hlakka til. Er farin að sakna þeirra rosalega. Alexander er búinn að vera heima í 3 vikur og Thelma í 6
Þegar að ég fékk diskinn um daginn þá fékk ég tvo. Hinn sem að ég fékk er nýji diskurinn með Sigurrós og er ég búin að vera að hlusta mikið á hann núna. Verð bara að segja að mér finnst hann frábær. Frekar frábrugðinn hinum.
Það ætlar enginn að benda mér á að það er C í cold en ekki K! Fer þetta ekkert í taugarnar á fólki? heheh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.