3.8.2008 | 15:12
Nostalgía!
Búin að vera í endalausum rólegheitum hér um helgina. Búin að lesa töluvert, borða ágætismat og horfa á sjónvarpið í dag. Sem er svosum ekki frásögu færandi fyrir utan hvað ég datt niður á........hehe. Húsið á Sléttunni er sýnt á DR1 á sunnudögum, skilst að það náist heima í gegnum e-n pakka. Vá man ekkert smá vel eftir sunnudagsheimsóknum til ömmu og afa. En eftir það sá ég nokkuð áhugaverðan þátt um "Naverne". Gaurar sem að ferðast um eins og þessir sem að komu til Íslands í fyrra minnir mig. Ferðast um, vinna sér inn pening og halda svo áfram. Það eru e-r Danir sem að gera þetta. Rúsínan í pylsuendanum var svo ............."Karate Kid" hehehehe Þannig að þetta er bara búinn að vera ljúfur sunnudagur hjá mér! Nú verður stillt á DR1 á sunnudögum!
Munið þið nokkuð eftir þessu myndum? Mér fannst þær æði!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.