12.7.2008 | 11:03
Smá "update"!
Höfum það bara gott hér.
Var að snúa stofunni við og er ekki frá því að það hafi stækkað stofuna töluvert! Veitti ekki af. Vantar bara lengri loftnetssnúru svo að ég geti haft "stóra sjónvarpið" (hehe, er með pínulítið 14") í sjónvarpsskápnum. Það er bara ágætt mál því að þá horfir maður bara minna á sjónvarpið og er bara meira í tölvunni í staðinn! Sem að ég á að gera! Verð að vera dugleg að æfa mig. Tek herbergið okkar Thelmu næst, held að ég sé búin að finna út hvar ég eigi að hafa húsgögnin svo að plássið nýtist sem best.
Hér er sumarið búið að vera gott bara, reyndar rigning eins og er en erum búin að fá nokkuð marga daga þar sem að hitinn er um og yfir 30 gráður. Bara næs!
Er ekki alveg sátt við gengisfallið! Setti öll plön á hvolf. Fékk bílinn og ætlaði nú að reyna að ferðast aðeins, fara til Þýskalands og jafnvel víðar en hef ekki efni á því núna. Sendi hann heim aftur í haust og beint á sölu! Veit samt að það er rosa erfitt að selja notaða bíla heima núna.
Svo hefur heppnin ekki beint elt mig uppi núna! Heheh, ekkert alvarlegt en frekar þreytandi. Tölvan sem að ég keypti í október hefur 2x klikkað. Er náttúrulega í ábyrgð en tefur vinnu og þarf að eltast við forritin aftur, CS3 o.fl. Svo lekur þvottavélin, en hún er líka í ábyrgð svo að ég þarf bara að fá gaurana til að koma og kíkja á hana. Þurfti að fara með bílinn á verkstæði mjög fljótlega eftir að hann kom. Svo núna virka græjurnar mínar ekki sem að ég fékk sendar með bílnum! Úff. Þoli ekki svona tækjavandamál!
Ætla að reyna að fara að vera duglegri að setja hér inn nokkrar línur.
Hilsen,
Athugasemdir
Hvaða óheppni er þetta í þér kerling!!!
Já gangi þér vel að selja bílinn.... en mér líst vel á að þú ætlir að verða dugleg að BLOGGA
Hrefna Rún (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 19:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.