14.5.2008 | 19:02
Ekkert lát á .........!
.........blíðu. Það er búið að vera ótrúlegt veðrið hér, sannkallað Spánar-veður.
Enda nýtur maður sín þvílíkt. ó men! Það eru líka búnar að vera strandarferðir (ath.fleirtala) um helgina. (Brunnum reyndar aðeins ég og Thelma.............Það er svona að vera svona ljós!
) Og á sunnudaginn fórum við Thelma í Circus,
jeij, ekkert smá gaman, fílar og alles. Alexander kom ekki með því að hann skrapp til Þýskalands í klifurferð. Hann er að æfa "rock climbing" og það er víst ekki mikið um kletta hér í dk. hehe.
Projectið gengur vel, allt á tíma en enn 2 vikur til stefnu. Svo próf 2 vikum eftir skil. Thelma er að byrja í nýja skólanum á mánudaginn en Alexander er ekki kominn með dagsetningu ennþá, fundur 26. maí. Þá fer hann mjög fljótleg í nýja, sem að ætti að vera sami og Thelma fer í.
Eina sem að ég sé neikvætt við sumarið er þetta fjandans ofnæmi. Er svo stútfull af kvefskít núna að ég er bara pirruð yfir því. En er búin að ná mér í töflur svo að þetta er allt á leiðinni. Tók upp hjólið og er farin að hjóla í skólann! Reyni að detta ekki! hehe
Hilsen í bili! (Hugsa til ykkar úr sólinni og hitanum)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.