Long time no..........!

Langt síðan maður hefur látið heyra í sér! 

Er búin að vera í löngu og nokkuð strembnu verkefni sem að ég skilaði af mér í dag! Smile Ekkert smá fegin. Vakti í alla nótt. Er nokkuð búin á því eftir að hafa vakað síðan hálf sjö í gærkvöldi. Náði reyndar ca enum og hálfum tíma í dag! En verkefnið var "Portfolio". Áttum s.s. að gera um okkur sjálf og það sem að við höfum gert. Sem sagt vefsíða sem að er kynning á okkur sjálfum og okkar verkum. Held að það hafi gengið vel...........nema hvað að tölvan mín dó! Crying  Ekki nema 3-4 mánuðír síðan að ég keypti hana svo að hún er enn í ábyrgð svo að ég ætla að reyna að fá botn í það á morgun hvern ég á að hella mér yfir. Önnur tölvan á 3 árum sem að klikkar svona illa á mig! Hef átt 2 Dell tölvur núna svo að það er e-ð sem að ég kaupi ekki aftur á næstunni! Angry Kemur sér ekkert allt of vel þegar maður er í tölvunámi. Og að þurfa að nota svona þung og stór forrit. Arrrg.  Er sem sagt þreytt og pirruð í dag. En eiginlega of þreytt til að vera pirruð? hmmm, kannski vakna ég þá bara ROSALEGA pirruð á morgun? hehehe, kemur í ljós.

Hilsen, farin að sofa! Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert smá hvað það er langt síðan síðast, mætti halda að eitthvað hefði komið fyrir tölvuna...

Efast ekki um gott verk og vonandi getur þú græjað þér nýjan grið sem virkar.

Betra að verra of þreytt til að vera pirruð en of pirruð til að verða þreytt:)

Hilsen igen!

Sigurður Þórsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband