12.2.2008 | 10:53
Pæling!
Ég er að velta þessu útlendingahatri á Íslandi fyrir mér! Finnst þetta svo sorglegt og lýsa miklu fáfræði. Erum við ekki lengra komin en þetta? Maður spyr sig. Finnst þessi tala um 700+ manns allt of há. Er þetta fólk sem að heldur sig heima, ferðast aldrei og hlustar á íslenska tónlist á íslensku með sviðakjamma í hendi? Þegar að Íslendingar eru komnir út fyrir landsteinana eru þeir útlendingar. Viljum við ekki fá að ferðast, hafa valkostinn á að flytjast erlendis, mennta okkur erlendis o.s.frv.
Eða viljum við fara í moldarkofana aftur? Þetta fólk sem að er að bölsótast út í útlendinga notar "útlenskar" síður til að "breiða út boðskap sinn"! Það eru fleiri Íslendingar sem að flytjast erlendis en útlendingar sem flytjast til Íslands. Bara smá pæling!
kv. útlendingur í Danmörku!
Athugasemdir
Ég er sammála þér Kristín útlendingar Það er ótrúlegt hvað fólk er á móti útlendingum en átta sig ekki á að við erum líka útlendingar.
Þórður Ingi Bjarnason, 12.2.2008 kl. 20:05
Alveg magnað hvað við Íslendingarnir í útlöndum erum heppnir að vera útlendingar þar, en ekki á Íslandi. Smáborgarahátturinn er gífurlegur og segir meira um viðkomandi en margt annað. Er ekki hægt að stofna samtök sem heita Íslendingar á móti Íslandingum sem hata útlendinga..... Vona bara að þetta grey fólk og þeirra fjölskyldur hafi ekki og muni ekki þurfa að leita út fyrir landssteinana að einu eða neinu.
Heimurinn er fyrir alla!!
Sigurður Þórsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:37
Hæ aftur Kristín þú mátt endilega senda mér e-mail eða bjalla í mig 23445527 í sambandi við að koma myndavélinni þinni til skila hehe. Bíð eftir að heyra frá þér .... kveðja úr sveitinni Ásta og co
Ásta Laufey (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.