8.2.2008 | 21:34
Innihaldslaust á föstud.
Lítið að gerast núna, og þó?
Komin í vetrarfrí, við öll. það eru 11 dagar með helgunum! Hér er blíðan, nánast peysuveður úti.... samt þykk peysa! Auður fór til Köben í dag og var prinsessunni boðið með! Steffí vinkona hennar á dóttur jafngamla og náðu þær svo rosa vel saman þannig að það er bara gaman hjá þeim núna. Var að heyra af þeim og allt gekk vel.
Tóku lestina.
Ég komst í það feitt hjá honum syni mínum, honum til mikillar undrunar. Mér tekst enn að koma honum á óvart! Var að kíkja á diskana hjá honum til að setja á IPodinn minn, fékk lánað System of a Down, Linkin Park, Eric Clapton, Black Sabbath o.fl.
"Hva´, heldurðu að mamma þín sé e-r kjelling?" - "Já, ég hélt það" hehe. Honum fannst það ekkert smá "kúl" þegar hann komst að því að ég hefði klárað Doom, Woolfenstein og e-ð fleira á sínum tíma!
Annars gengur bara allt vel að vanda, bara róleg helgi, (og vika) framundan!
Hilsen
úpps, gleymdi næstum........úff veðrið hjá ykkur! Brrrrr!
Athugasemdir
Hæ hæ bara kvitta
Best regards eða Venlig hilsen nú eða Bestu kveðju
Ottó
Ottó Einarsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:21
Takk fyrir síðast ... gaman að sjá þig á Þorrablótinu....
Auðvita kvitta ég ef ég er að sniglast hér hjá þér... það er bara kurteysi...
knús og kossar til ykkar frá okkur í grænaumhverfinu í Kvaglund Dóra og Hassan
Dóraog Hassan Esbjergbúar (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.