Kjaftar af henni hver tuska!

Hehehe! Thelma mín segir alltaf fyrst við mig "Nei, mamma, ég kann ekki dönsku!" En við erum búin að vera að koma henni í "fritidshjem" og fórum við og kíktum í heimsókn í gær og aftur í dag og ég skrifaði undir allt og það allt saman. Þar kjaftaði af henni hver tuskan! Smile Hún á sko ekki í vandræðum. Alexander er hæstánægður í klifrinu og nú er Thelma voða spennt að byrja í þessu. Það er ýmislegt sem að þau fá að brasa þarna og sáum við í gær "dans". Það voru bara stelpur þar, jú einn strákur sem að sat og horfði á. Wink  En þetta var snú-snú með tveimur böndum og dúndrandi tónlist með! Tounge Bara fjör! En skilst að þau fá að velja sjálf milli hvað þau gera yfir daginn.

Bara smá update í dag! Lítið annað að frétta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband