28.12.2007 | 15:51
Jólin, jólin, jólin!
Úfff, hvað við erum búin að hafa það gott! Góður matur, hamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjöt á jóladag, svo bara afgangar á annan. Og skv. venju beikon, egg, bakaðar baunir og ristað brauð í "brunch" á jóladag. (verður aftur á nýársdag). Fórum út að borða í gær, á Dronning Louise, og þar fékk ég mér fisk! Fyrsta almennilega fiskmáltíðin í rúma 4 mán. mmmmm, hvað hann var góður.
Fengum margar góðar gjafir, bækur, cd, smá fatnað o.fl. en vorum þó búin að afþakka gjafir, ætlum heim um páskana og báðum fólk frekar að gefa okkur upp í ferðina! Jibbí. Thelma fékk eina af mínum uppáhaldsmyndum í skóinn! hehe, Grease, svo að við erum búin að horfa á hana og svo fékk hún líka Zoolander. Þannig að við erum búin að liggja smá í tv-glápi. Var að klára bók sem að kom mér skemmtilega á óvart, "Morðið í Rockville", alveg ágæt lesning fannst mér! Svo er ég að reyna að koma mér inn í Íslandsklukkuna. Ætla að reyna að klára hana líka í fríinu!
Kaupi mér annað slagið tímarit hér til að lesa á dönsku og fylgja oft dvd diskar með. Held að ég sé komin með e-a 6 diska sem að ég fékk þannig! Bæði danskar myndir og Hollywood.
Tókst að ná mér í e-a flensupest núna svo að ég er hálfslöpp. Var algjörlega raddlaus í morgun og líka í gær en vona að hún stoppi stutt við! Annars eru krakkarnir hress og frísk. Thelma fékk skauta í gær og er strax búin að fara 2x til að renna sér! Voða dugleg!
Annars bara smá update!
Hilsen frá dk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.