17.12.2007 | 19:31
Piparkökur og föndur.
Jæja, kominn tími til að láta vita af sér!
Thelma er búin að vera að baka piparkökur í allan dag! Mmmmm, hvað ég hlakka til að fá að borða. Við erum líka búnar að vera að föndra voða skemmtilegar jólagjafir! Má náttúrulega ekki segja frá strax! Algjört leyndó, en örugglega gaman fyrir alla að fá! Alexander var heima í dag, fyrsta skipti í mörg ár held ég bara? Hann fékk þessa leiðinlegu magapest sem að er búin að vera að ganga en ekki eins slæma og Thelma. Það er að koma jólafrí, ekki mikið að gera í skólanum, hvorki hjá mér né þeim. Það verður samt mikil vinna hjá mér fram til 23. jan.
Við skreyttum allt um helgina! Ekki mikið jóladót sem að við tókum með okkur en samt er orðið mjög jólalegt hjá okkur. Ætlum ekki að hafa jólatré, í fyrsta skiptið á ævinni. Er heldur ekki með neitt práss.......alls ekkert! En það er bara allt í lagi.
Fengum skemmtilegar sendingar um daginn! Takk æðislega fyrir okkur! Eins fyrir jólakortin þið sem hafið sent okkur.
hej, hej. (finnst alltaf skrýtið að danir segja "hæhæ" til að kveðja)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.