Andleysi.

Er rosalega leiðinleg núna! Hef ekkert að segja nema það sem enginn hefur áhuga á! Blush Erum alltaf aðeins að prófa okkur áfram í hinum og þessum mat! Fann þetta rosa góða brauð, grófkorna en samt rosa mjúkt og gott! Fann líka þetta rosa góða múslí með þurrkuðum ávöxtum í,  sem að mér finnst æðislegt að setja út í jógúrt. Finnst það oft vera svo hart og þurrt! Finnst erfitt að finna margt hér sem að maður tekur ekki eftir heima. Sem að maður er svo vanur að fá sér. Er t.d. búin að leita rosalega að góðum borðtuskum og loksins eftir að hafa verið hér í 4 mánuði fann ég fínar í Superbrugsen. Smile

Thelma fékk að baka áðan, ég var e-ð svo slöpp að ég lá bara fyrir, var með e-r ónot í maganum, en þetta var svosum ekki bakstur. Konfekt eiginlega. Blandaði saman e-u í potti, setti í litlar kúlur á plötu og lét kólna!  Hún tók eina frá og setti út í glugga handa jólasveininum! LoL

Annars er verkefnið stóra byrjað hjá mér. Risastórt, eigum að gera vefsíðu, bækling, CD-ROM, poster og skýrslu. Tökum fimm vikur í þetta. En verður mikil vinna allan tímann. Á að fjalla um sólkerfið hvorki meira né minna. Verður rosa gaman.Grin Ég er líka í svo fantagóðum hóp eins og ég var víst búin að koma að áður. Það var kalt í dag. brrrr. verður líka svo kalt hér inni í íbúð þá. Ofnarnir eru alveg hinum megin í herbergjunum við gluggana. Ekki undir þeim eins og heima? ? ? Alexander er byrjaður í hinum bekknum og heyrist mér hann vera bara ánægður!

Hilsen, 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gott að heyra, kemur samt fyrir bestu menn og konur. Enginn er fullkominn, ekki satt. Þetta er bara lognið á undan storminum, svo kemur krafturinn.

Sjáumst

Egill

Egill Egilsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband