4.12.2007 | 19:25
Veikindi.
Thelma er búin að vera lasin er orðin fín svo að hún fer í skólann á morgun! Hún vaknaði aðfararnótt sunnud. kvartaði um í maganum og fór að kasta upp stuttu seinna. Svo var hún komin með hita á mánudaginn og ennþá gubbandi.
Ég fór í skólann til Alexanders í dag og hann er að fara að færast um bekk. Hann hefur ekkert lengur að gera í þessum því að eins og hún orðaði það sjálf þá er hann allt of klár. Talaði um hann í miklu víðara samhengi en bara dönskunni. Sagði að hann væri almennt bara rosalega vel að sér í öllu. Það væri meira að segja hægt að ræða pólitík við hann. Hann er nú ekkert venjulegur!
Annars er litið að frétta, erum að fara að byrja á 3. verkefninu, sem að er það stærsta held ég, eigum ekki að skila fyrr en 21. jan. en verður rosalega mikil vinna. Ég keypti mér prentara til að auðvelda mér lífið. Tilboð í Netto á 270kr. hehe. En fínn prentari, Canon. prentar líka lit.
Sorry about the most boring færslu, vantar bara inn hvernig veðrið er! (Fínt bara, ekkert of kalt og þurrt)!
Reyni að hafa það ennþá leiðinlegra næst! hehe
Athugasemdir
Rakst á síðuna þína í gegnum Ingvar - það hefur sennilega verið eitthvað í íslenska namminu því Ingvi lenti í þvi sama, byrjaði á sunnudagsnóttina og var fram á næsta dag að æla. Gaman að heyra hvað gengur vel í skólanum hjá krökkunum - þau eru svo ótrúleg þessir krakkar (sérstaklega þessi íslensku:)
kv Selma Björg
Selma Björg Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.