Í góðum málum!

Vorum í viðtali ég og Thelma hjá skólunum okkar, og við erum bara í mjög góðum málum! Happy Thelma fær samt ekki að fara í danskan skóla alveg strax en það verður endurskoðað fljótlega eftir áramót! Það virðast vera komnar strangari reglur með það!  Hún þarf að taka próf reglulega og ná vissum orðaforða. Miðað við 24 orð sem að hún þarf að vera með í hvert skipti. Hún er komin upp í rúm 20. Þær voru mjög ánægðar með hana og hún þurfti þetta pepp. Hún er miklu kátari og þetta var til að vekja upp áhugann aftur.

 Minn skóli................ég fór og talaði við Mikael sem að er deildarstjórinn og hann sagði að ég væri í góðum málum! Grin Gæti örugglega gert betur sem að er alveg rétt hjá honum. En ég var ekkert skömmuð, hehe, það voru svo margir teknir á teppið.

Julefrokost var í gær í skólanum, skrýtið að þetta heitir frokost þar sem að þetta er að kvöldi. En það var gaman og aftur hittum við Mikael og vorum að spjalla um bekkinn og hvernig gengi. Hann sagðist vita um allavega 4 sem að myndu ekki ná og ég einmitt spurði hann hvort að ég væri ein af þeim og hann bara hló og hélt nú ekki! Tounge Þannig að nú spýtir maður bara í lófana og sýnir að hann hafði ekki rangt fyrir sér! hehe.

Í dag fórum við svo á jólaball hjá Íslendingafélaginu hér! Salur var leigður og allir komu með köku til að setja á borðið og svo var bara kaffi, dansað í kringum jólatréð og svo kom alíslenskur jólasveinn og skemmti börnunum og þau fengu svo íslenskt nammi. Reyndar var hann með svo mikið að við fullorðna fólkið fengum líka! Þetta var voða ljúft og skemmtileg

t. Nú held ég að það verði bara afslöppun og notalegheit í kvöld og á morgun, ætla að reyna að vinna smá skemmtileg verkefni í Flash og Indesign.

En jú við Thelma fórum í bæinn í gær og fundum þessi rosaflottu jólaföt á hana. Sú er skvís núna! Ætla að reyna að taka myndir og setja inn! Wink

Hilsen pilsen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband