Ísl. - Dk.

Jæja, búin að fá miða á leikinn! Grin Erum boðin í partý fyrir leikinn.  Fer með Auði á morgun eftir skóla svo að við ættum að vera komnar milli fimm og sex.  Krakkarnir voða spenntir, en eru líka voða spennt að fara með lestinni til baka. Tounge Það er nú upplifun! hehe. Komum aftur seinni partinn á fimmtud.

Vorum annars að ljúka verkefni í skólanum sem að gekk fáránlega illa en minn hlutur og Egils kom samt vel út! Fórum á fund með kennurum í morgun þar sem að við létum aðeins heyra í okkur, þeir sem að voru eftir var skipt í tvo hópa og fáum við ca 2 vikur til að skila. En Mikael......sem að öllu ræður, hehe, leist vel á þetta sem að mín gerði (sagði að ég hefði "good potentials") og hvernig hún náði að svara fyrir sig líka! Wink Svo í strætó á leiðinni heim var ég að tala við Matthieu sem að er Fransk-Belgískur-Dani, hehe, og hann vill vera með mér í hóp næst þegar við gerum verkefni. Þá fáum við að rotta okkur sjálf saman í hópa og hann sagði þetta að fyrra bragði svo að e-ð hlýt ég að getað boðið upp á í vinnunni! LoL Vann með honum seinast og þá gekk það líka rooosalega vel!

Hilsen, smilsen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og svo tapaði bara Ísland, verð nú að viðurkenna að ég bjóst nú ekki við öðru.  En það er líka allt í lagi að segja áfram Danmörk ha ha. Vonandi skemmtir þú þér vel í Köben. Heyri í þér seinna.

Hilsen Pilsen

Hrefna Rún (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Ottó Einarsson

Hæ hæ alveg hræðilegur leikur, en vonandi skemmtir þú þér vel á honum.

Kv

Ottó 

Ottó Einarsson, 22.11.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband