Lagst undir hnífinn!

Jæja, fullt að frétta nú! Smile 

Sest á hjólið aftur! heheGrin En bara stutt, hef farið til læknis.  Fór til heimilislækns í gær.......(koster ingen ting) og hann vísaði mér til háls-nef og eyrnasérfræðings! hmmmm?  Mín ekki alveg að skilja hvað hann átti að gera þar sem að ég var með stíflaðan fitukyrtil utan á kjálkanum, undir eyranu.  En var stillt og prúð og fór og hitti hann.  Þá í versta falli myndi hann senda mig annað! Woundering En viti menn?  Fór áðan og hann bara tók þetta á staðnum! Þurfti að vísu að bíða meðan hann kláraði sjúklingana sem að voru eftir yfir daginn en þeir voru ekki nema þrír þannig að ég þurfti voða stutt að bíða. Fékk líka að sjá þetta eftir á og þetta var ekkert smá stórt.  Hann bara deyfði og skar í burtu og saumaði fyrir og þetta voru 3 spor.  Slatti mikið fannst mér! Frown En ekkert smá fegin að vera laus við þennan fjanda.  Svo á útleið spurði ég hvort að ég ætti ekki að borga e-ð ?   "Nei, þú ert með kort!" Er það svona gott heima að þurfa ekki að borga hjá sérfræðingi?  Nei, ég er búin að láta taka einn fitukyrtil heima og það kostaði mig 25.000 +  Dágóður munur! 

En það er aftur verkefnavika hjá okkur og ég held að ég sé einmitt í slakasta hópnum! Angry En er með Agli í hóp svo að við getum gert slatta saman. 

En ansi er orðið kalt hér! Crying 

Hilsen,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ottó Einarsson

hæ hæ

Langað bara að heilsa og segja alltaf hittir maður nýtt fólk hérna á blogginu.

Kveðja gamall skólabróðir úr breiðholtinu

Ottó Einarsson, 17.11.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband