29.10.2007 | 16:40
Uppgjöf!
Ég játa mig sigraða! Ég játa hér með opinberlega að ég get ekki verið þvottavélarlaus svo að það er hægt að nota það gegn mér núna! Búin að lifa án þessa tækis í 3 mánuði núna svo að þetta er komið gott bara. Rosa tími sem að fer í þetta í vaskinum. úff!!! En ég fór í Punkt1 áðan og fjárfesti í svona snilligræju! Rosa hamingja hér. Fæ hana senda heim og tengda á fimmtudaginn svo að þetta eru ekki nema 2 dagar í viðbót! Jei. Það á örugglega eftir að ganga e-ð illa að tengja eða e-ð vesen. Og í þessum töluðu orðum sauð upp úr "þvottavélinni" hehe. Maður sýður handklæði í potti hér á bæ. En það þýðir að ég missi skápa í eldhúsinu. Missi allar skúffurnar. Og er nú ekki mikið pláss fyrir!
Hilsen,
Athugasemdir
Ha ha ha horfðu bara á björtu hliðarnar, eða réttara sagt hreinu hliðarnar á málinu. Þú kemur til með að ganga í hreinum fötum sem þú ert ekki búin að eyða miklum tíma í að þvo í vaskinu. Hvað þá að láta sjóða upp úr þvottinum Þú getur farið að nota tímann í eitthvað annað og skemmtilegra.
Hrefna Rún (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.