18.10.2007 | 10:53
4 ferðir til Þýskalands á 5 dögum!
Nú er búið að vera nóg að gera! Erum búin að vera bara á rúntinum á milli Dk og Þýskal. Höfum mest verið í Flensburg og þar í kring en skruppum einnig alla leið til Hamburgar. Vá hvað hún kom mér á óvart. Rosalega stór, falleg borg, iðandi af mannlífi. Maður gæti gleymt sér þar í margar, margar vikur og samt átt fullt eftir að skoða! Flensburg, sem að er "vinabær" Hafnarfjarðar var líka mjög heillandi. Gleymdum okkur aðeins í H&M nei, nei, ekkert alvarlega! bara keyptum smá sem að vantaði. Aðeins betra verðið þar en hér finnst mér en munar ekki miklu. En í Flensburg fórum við í þá stærstu verslun sem að ég hef nokkurn tíman séð! úff. CITTI, sem að er eins og risastór vöruskemma með allt sem að þig gæti mögulega vantað e-n tíman á ævinni. Danir fara víst mikið þangað til að versla gos, sælgæti og áfengi. Ég var nú ekkert að missa mig í þessu, keypti ekki mikið, en samt aðeins fyllt á barinn og jólanammið tilbúið. Allt orðið klárt hér, búin að losa mig við bastdruslustólana. Það var ein að fara heim aftur og vildi ekki taka með sér stólana sína svo að ég fékk þá, gegn góðu verði. Leður (líki), hátt bak og bara rosa fínir stólar. Nú er Hilmar búin að vera hér í tæpar 2 vikur og fer á mánudaginn svo að nú er það bara.............hver vill koma næst? LOL Bara láta mig vita!
Hilsen,
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.