Ég elska föstudaga!

Mér finnst föstudagar æðislegir.  Þá er ég búin í skólanum kl. 11.30, get farið heim og byrjað helgina. Grin 

Mér finnst ekki eins æðislegt að eiga ekki þvottavél! Frown Hélt að það væru klinkþvottahús á hverju horni í Danörku! Nei, ekki hér, nýbúið að loka seinasta. Þvottavélar eru svo hrikalega dýrar hér að ég nota vaskinn ennþá! En leigusalinn lofaði að það væri verið að koma þvottavélum í öll hús sem að þeir eru með í leigu. Vona bara að það standist og að þeir endi ekki hér! En þetta var nú einu sinni gert í höndunum alltaf! Er nú búin að vera hér síðan 9.ágúst og fíla mig í botn.  Krökkunum finnst líka gott að vera hér! Þorði aldrei að vona að það myndi ganga svona vel! Wink

Ég ákvað að taka ekki bílinn með mér hingað............veit ekki hvort að það voru mistök eða ekki?  Við Alexander keyptum okkur hjól nánast strax. En klaufinn ég, mér tókst að hjóla á kant og flaug í orðsins fyllstu af hjólinu, fékk gat á hausinn, gerði e-n fj. við öxlina og rifbeinsbrotnaði. Blush Var frekar fyndið eftir á, eins aulalegt og hægt var að hafa það! hehe. Þannig að hjólið mitt er búið að vera ósnert niðri í hjólageymslu í 3 vikur. Gengur vonandi betur næst, hvenær svosum það verður?

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló halló, til hamingju með síðuna. Nú getur maður farið að fylgjast með ykkur. Ruslvörnin er ekki sniðug fyrir þá sem voru alltaf á mörkunum að ná stærðfræðinni Knús og kossar til ykkar

Hrefna Rún (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:14

2 Smámynd: justme

hæhæ

kristín í saumó hér

stofnaði blogg en er svo alveg lost

miss you:))

justme, 2.10.2007 kl. 00:00

3 Smámynd: Kristinn Sigurðsson

Ef þú villt komast í þvottavél þá máttu nota þvottahúsið í sameigninni hjá mér

Kristinn Sigurðsson, 2.10.2007 kl. 13:09

4 identicon

Heisan  Á ekkert að fara að skrifa meira Kristín mín 6 á richter. Líður tíminn svona hægt hjá þér í Danaveldi. Jæja en mig er allavega farið að langa til að lesa eitthvað nýtt á síðunni þinni. En ég verð þá bara að fá fréttirnar á annan hátt. Bið að heilsa ykkur.

Hilsen

Hrefna Rún (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband