Færsluflokkur: Bloggar
8.1.2008 | 14:49
Kjaftar af henni hver tuska!
Hehehe! Thelma mín segir alltaf fyrst við mig "Nei, mamma, ég kann ekki dönsku!" En við erum búin að vera að koma henni í "fritidshjem" og fórum við og kíktum í heimsókn í gær og aftur í dag og ég skrifaði undir allt og það allt saman. Þar kjaftaði af henni hver tuskan! Hún á sko ekki í vandræðum. Alexander er hæstánægður í klifrinu og nú er Thelma voða spennt að byrja í þessu. Það er ýmislegt sem að þau fá að brasa þarna og sáum við í gær "dans". Það voru bara stelpur þar, jú einn strákur sem að sat og horfði á. En þetta var snú-snú með tveimur böndum og dúndrandi tónlist með! Bara fjör! En skilst að þau fá að velja sjálf milli hvað þau gera yfir daginn.
Bara smá update í dag! Lítið annað að frétta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2008 | 22:03
Úff, kalt!
Dísús, hvað það er kalt núna! Húsin ekki eins vel upphituð og heima svo að það er nánast frost hér inni! Vona að þetta endist bara þar til á morgun! hehe! Börnin byrjuð í skólanum aftur og Alexander á klifuræfingum. Ég fer víst ekki í skólann fyrr en á mánud. aftur! Ætluðum að hittast á morgun en það vantar allavega 2 sem að koma ekki í bæinn fyrr en á morgun og um helgina! En það eru enn 3 vikur til stefnu og eins og ég hef sagt þá er ég í sterkum hóp svo að það eru ekki 100 í hættunni! Þetta hefst allt saman!
hilsen.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2008 | 21:02
Góð áramót!
Erum búin að hafa það bara ljómandi fínt um áramótin! Hér er sprengt upp eins og heima en finnst það dreifast betur yfir daginn! Svo eru þeir með þessar svaka jaka bombur sem að heyrist svo hátt í........að mig langar mest að skríða undir borð og vera þar! Gólfið hristist þvílíkt hjá mér! Annars bara fín áramót með góðri steik..........hamborgarhryggur...........aftur! og ískaka í desert. nammi namm.
Gleðilegt ár öllsömul!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2007 | 20:32
Gyllti kompásinn.
Held að hún heiti það á íslensku? Allavega þá er búið að vera nóg að gera í dag. Fórum í sund, sem að er ein sú stærsta laug í dk. og er meiriháttar flott! Rómverskt bað og flottheit. Svo var farið á kínastaðinn góða í hlaðborð og svo í bíó......á einmitt Gyllta kompásinn. Rosa flott mynd! Ekkert smá vel gerð og flott saga! Svo er svo mikið skandinavíu...... í henni og ef að vel er hlustað þá heyrir maður íslensku, reyndar með svaka jaka hreim en .........hehe, greinilegt samt!
Jæja vildi bara deila þessu með ykkur, ætla að láta yngri unglinginn lækka í Avril Lavigne svo að ég geti horft á Ray Charles! hehe.
Hilsen,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2007 | 15:51
Jólin, jólin, jólin!
Úfff, hvað við erum búin að hafa það gott! Góður matur, hamborgarhryggur á aðfangadag og hangikjöt á jóladag, svo bara afgangar á annan. Og skv. venju beikon, egg, bakaðar baunir og ristað brauð í "brunch" á jóladag. (verður aftur á nýársdag). Fórum út að borða í gær, á Dronning Louise, og þar fékk ég mér fisk! Fyrsta almennilega fiskmáltíðin í rúma 4 mán. mmmmm, hvað hann var góður.
Fengum margar góðar gjafir, bækur, cd, smá fatnað o.fl. en vorum þó búin að afþakka gjafir, ætlum heim um páskana og báðum fólk frekar að gefa okkur upp í ferðina! Jibbí. Thelma fékk eina af mínum uppáhaldsmyndum í skóinn! hehe, Grease, svo að við erum búin að horfa á hana og svo fékk hún líka Zoolander. Þannig að við erum búin að liggja smá í tv-glápi. Var að klára bók sem að kom mér skemmtilega á óvart, "Morðið í Rockville", alveg ágæt lesning fannst mér! Svo er ég að reyna að koma mér inn í Íslandsklukkuna. Ætla að reyna að klára hana líka í fríinu!
Kaupi mér annað slagið tímarit hér til að lesa á dönsku og fylgja oft dvd diskar með. Held að ég sé komin með e-a 6 diska sem að ég fékk þannig! Bæði danskar myndir og Hollywood.
Tókst að ná mér í e-a flensupest núna svo að ég er hálfslöpp. Var algjörlega raddlaus í morgun og líka í gær en vona að hún stoppi stutt við! Annars eru krakkarnir hress og frísk. Thelma fékk skauta í gær og er strax búin að fara 2x til að renna sér! Voða dugleg!
Annars bara smá update!
Hilsen frá dk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 16:25
Nú fara jólin að koma! :)
Lítið að frétta hjá mér núna! Erum að verða tilbúin í jólin! Bara 2 gjafir eftir! Erum reyndar að föndra næstum allar jólagjafir þannig að það er lítið verslað núna! Erum að klára! Auður fer heim á morgun og ætlar hún að vera svo elskuleg að taka gjafirnar heim fyrir mig! Takk e´skan! Ætlum að bjóða henni í Tikka Masala í kvöld!
En langar að óska ömmu til hamingju með daginn! Þá fer nú að styttast í þau!
hilsen,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.12.2007 | 17:47
whoopy!
Eins og ég held að ég hafi sagt áður þá verða þetta dönsk jól í ár! En páskarnir verða alíslenskir! Þannig að ..........varúð ég kem heim þá! hehehe. Og ekki nóg með það þá ætlum við Alexander að reyna að fá hann fermdan þá! Dísús! Ég á barn á fermingaraldri! Vá hvað ég hlakka til! Og hvað við eigum góða að! Besta fjölskylda í heimi!!!!!
En ég sá í fréttum á mbl.is að danski jólabjórinn væri uppurinn en samt eru þeir að auglýsa á fullu í sjónvarpinu? hmmmm? Ekki það að það skipti mig e-u máli því að ég drekk ekki bjór! Finnst hann ekki góður! Sem betur fer! hehhehe
hilsen..........(í bili) meira á morgun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2007 | 14:04
Vúúúpppííí!!!
Haldiði að ég sé ekki bara komin í frí? Þetta er svo óformlegur skóli að það er ekki sett nógu vel á stundarskrá! hehe, þannig að það var bara næs sörpræs. En það verður samt vinna yfir jólin! Ekkert almennilegt frí þannig lagað, en hvað um það. Ég get allavega stjórnað mínum tíma sjálf og hugsað um fleira en bara námið. Eða hvað? hehe.
Gleymdi að segja í gær það sem að ég ætlaði að segja........hmmm! Á meðan að það er svona brjálað veður heima er fínt og gott hér en það er svo oft þoka! SVARTA.....(eða hvíta) þoka. Og þegar að það er svona mikil þoka verður miklu kaldara, en ég myndi sko ekki vilja skipta á veðrinu heima! hehe. En í gær var hvítt yfir öllu. Ekki snjór, heldur e-s konar hrím. Örugglega aðallega vegna rakans frá þokunni.
Nú þarf ég bara að klára að taka til fyrir jólin og kannski maður baki smá fyrst að maður græðir nokkra daga. Og svo þarf maður náttúrulega að breinstorma! hehe, reyna að sörfa netið og fá góðar hugmyndir!
hilsen, (í syngjandi tón)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2007 | 19:31
Piparkökur og föndur.
Jæja, kominn tími til að láta vita af sér!
Thelma er búin að vera að baka piparkökur í allan dag! Mmmmm, hvað ég hlakka til að fá að borða. Við erum líka búnar að vera að föndra voða skemmtilegar jólagjafir! Má náttúrulega ekki segja frá strax! Algjört leyndó, en örugglega gaman fyrir alla að fá! Alexander var heima í dag, fyrsta skipti í mörg ár held ég bara? Hann fékk þessa leiðinlegu magapest sem að er búin að vera að ganga en ekki eins slæma og Thelma. Það er að koma jólafrí, ekki mikið að gera í skólanum, hvorki hjá mér né þeim. Það verður samt mikil vinna hjá mér fram til 23. jan.
Við skreyttum allt um helgina! Ekki mikið jóladót sem að við tókum með okkur en samt er orðið mjög jólalegt hjá okkur. Ætlum ekki að hafa jólatré, í fyrsta skiptið á ævinni. Er heldur ekki með neitt práss.......alls ekkert! En það er bara allt í lagi.
Fengum skemmtilegar sendingar um daginn! Takk æðislega fyrir okkur! Eins fyrir jólakortin þið sem hafið sent okkur.
hej, hej. (finnst alltaf skrýtið að danir segja "hæhæ" til að kveðja)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 20:05
Andleysi.
Er rosalega leiðinleg núna! Hef ekkert að segja nema það sem enginn hefur áhuga á! Erum alltaf aðeins að prófa okkur áfram í hinum og þessum mat! Fann þetta rosa góða brauð, grófkorna en samt rosa mjúkt og gott! Fann líka þetta rosa góða múslí með þurrkuðum ávöxtum í, sem að mér finnst æðislegt að setja út í jógúrt. Finnst það oft vera svo hart og þurrt! Finnst erfitt að finna margt hér sem að maður tekur ekki eftir heima. Sem að maður er svo vanur að fá sér. Er t.d. búin að leita rosalega að góðum borðtuskum og loksins eftir að hafa verið hér í 4 mánuði fann ég fínar í Superbrugsen.
Thelma fékk að baka áðan, ég var e-ð svo slöpp að ég lá bara fyrir, var með e-r ónot í maganum, en þetta var svosum ekki bakstur. Konfekt eiginlega. Blandaði saman e-u í potti, setti í litlar kúlur á plötu og lét kólna! Hún tók eina frá og setti út í glugga handa jólasveininum!
Annars er verkefnið stóra byrjað hjá mér. Risastórt, eigum að gera vefsíðu, bækling, CD-ROM, poster og skýrslu. Tökum fimm vikur í þetta. En verður mikil vinna allan tímann. Á að fjalla um sólkerfið hvorki meira né minna. Verður rosa gaman. Ég er líka í svo fantagóðum hóp eins og ég var víst búin að koma að áður. Það var kalt í dag. brrrr. verður líka svo kalt hér inni í íbúð þá. Ofnarnir eru alveg hinum megin í herbergjunum við gluggana. Ekki undir þeim eins og heima? ? ? Alexander er byrjaður í hinum bekknum og heyrist mér hann vera bara ánægður!
Hilsen,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)